Um Auðfræðasetur

Auðfræðasetur er rannsóknarsetur um fjármál og hagfræði. Tilgangur setursins er að efla rannsóknir á íslensku hagkerfi og fjármálakerfi og standa fyrir útgáfu á efni á sviði fjármála og hagfræði.

Nafn setursins er vísun í titil bókar Arnljóts Ólafssonar, Auðfræði, sem gefin var út árið 1880 og var fyrsta bókin sem gefin var út á íslensku um hagfræði. Titill bókarinnar virðist hafa verið ætlaður sem samheiti er næði yfir þjóðmegunarfræði, tölfræði og viðskipti en það orð hefur aldrei náð flugi í íslensku máli. Öll hagfræðiskrif Arnljóts anda frá sér hugmyndum um frelsi í viðskiptum og athöfnum. Í formála bókarinnar segist hann byggja á riti Frédéric Bastiats, Les Harmonies Économiques, en sá var lærisveinn Adam Smith. Engum sem les Auðfræðina dylst þó að hún er að mestu leyti hans eigið frumsamið verk þar sem erlendar kenningar eru settar í rammíslenskt samhengi.

Sjá nánari umfjöllun um Arnljót Ólafsson á Vísindavefnum.

Í Auðfræði segir Arnljótur eftirfarandi um auðfræðinga: 

„Auðfræðingur tekur manninn svo sem hann nú er, hefir verið og mun verða, veikan, skeikulan, ófullkominn, en jafnframt framförulan og framfæran ... og vill vísa honum veg framfaranna.“            

Setrið er sameignarfélag Dr. Ásgeirs Jónssonar og Dr. Hersis Sigurgeirssonar og sitja þeir í stjórn setursins.