27.04.2015 14:11

Áhættudreifing eða einangrun?

Landssamtök lífeyrissjóða gáfu í nóvember 2014 út bókina "Áhættudreifing eða einangrun? Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga." eftir Dr. Ásgeir Jónsson og Dr. Hersi Sigurgeirsson.

Í bókinni er fjallað um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í samhengi við bæði greiðslujöfnuð og eðlileg áhættuviðmið við ávöxtun sparnaðar. Reynt er að svara spurningum líkt og hvort fjármagnshöftin geti breytt lífeyriskerfinu í gegnumstreymiskerfi, hve mikið af erlendum eignum lífeyrissjóðirnir þurfi að eiga til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika og hvernig mögulegt sé fyrir sjóðina að fjárfesta erlendis í núverandi umhverfi. Ennfremur er greiðslujöfnuður landsins greindur frá fræðilegu og sögulegu sjónarhorni og núverandi staða metin. Að lokum er fjallað um áhrif haftanna á íslenskan þjóðarbúskap í bæði bráð og lengd.

Bókina má nálgast hér.

Til baka

Undirvalmynd