06.05.2015 15:13

Drög að uppgjöri

Auðfræðasetur hefur gefið út skýrsluna Drög að uppgjöri eftir Dr. Ásgeir Jónsson og Dr. Hersi Sigurgeirsson. Í henni er fjallað um hvaða kostir eru í stöðunni til þess að ljúka slitameðferð föllnu bankanna og greiða út kröfur án þess að raska greiðslujöfnuði Íslands.

Þann 6. október 2008 gripu íslensk stjórnvöld til neyðarréttar og tóku yfir rekstur þriggja stærstu banka landsins til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Á grundvelli neyðarlaganna var bönkunum skipt upp í tvennt: Innlendan hluta sem var endurfjármagnaður og erlendan hluta sem fór í slitameðferð. Þessar aðgerðir brutu blað í bankasögu Evrópu en eru taldar hafa heppnast vel. Núna, rúmum sex árum síðar, er uppgjöri vegna aðgerðanna þó ekki lokið og fjármagnshöft eru enn við lýði.

Í þessari skýrslu, sem samin er að beðni slitastjórnar Glitnis, er reynt að afmarka þann greiðslujafnaðarvanda sem Ísland á nú við að glíma og þær leiðir sem koma til greina til að leysa hann farsællega.Þá leggja skýrsluhöfundar einnig mat á flær björgunaraðgerðir sem gripið var til í tengslum við hrunið.

Ísland – líkt og önnur þjóðríki með eigin mynt – hefur bæði prentvald og skattvald til þess að bregðast við bankakrísum. Prentvaldið liggur hjá Seðlabanka sem þjónar sem lánveitandi til þrautavara. Skattvaldið er hjá ríkisstjórn og Alþingi í umboði skattgreiðenda þegar kemur að endurfjármögnun banka. Farið er yfir beitingu þessara tveggja valdheimilda og hvaða kostnað flær hafa haft í för með sér fyrir ríkissjóð Íslands.

Þessi skýrsla er því Drög að uppgjöri eftir bankahrunið 2008.

Skýrslan á pdf formi.

Summary and main results.

Til baka

Undirvalmynd