08.01.2016 13:14

Okurmálin í Austursræti

Auðfræðasetur hefur gefið út bókina Okurmálin í Austurstræti eftir Dr. Ásgeir Jónsson. Í bókinni eru tvær greinar um sem fjalla báðar um eftirmál stórra gjaldþrota. Sú hin fyrri snýr að gjaldþroti Blöndalsbúðar, stærstu fataverslunar landsins í Austurstræti árið 1955. Rekstrinum hafði verið haldið á floti með okurlánum á 30-60% ársvöxtum. Gjaldþrotið kveikti ákafa þjóðfélagsumræðu sem varð til þess að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd til þess að fjalla um okur. Á eftir fylgdu húsleitir, handtökur, og loks voru fjórir menn dæmdir fyrir ólöglega vaxtatöku. Sú hin seinni lýsir bankahruni hinu fyrra árið 1930 þegar Íslandsbanki varð gjaldþrota og Útvegsbankinn var stofnaður. Þetta þrot varð tilefni til pólitískrar yfirtöku á bankakerfinu sem var fylgt eftir með setningu fjármagnshafta 1931 og lögsetningu vaxta 1933. Greinarnar tengjast þar sem fall Íslandsbanka plægði akurinn fyrir starfsemi okurlánara á Íslandi.Á sínum tíma voru okurlánararnir gerðir að blórabögglum fyrir kórvillur nýsjálfstæðrar þjóðar í efnahagsmálum. Ekki er laust við að okurumræðan frá Blöndalsbúð bergmáli enn á okkar tímum.

„En hver getur neitað því að nú sje vond tíð? Hjer hefir verið bankahrun, flóð, læknauppreisn, brjálæðisþvaður og ótal margt fleira, sem er einkenni mjög vondrar tíðar.“ 
Spegillinn, 15. mars, 1930.

Bókin á pdf formi.

Til baka

Undirvalmynd