02.06.2016 12:00

Kostnaður og endurheimtur ríkissjóðs af falli bankanna

Auðfræðasetur hefur gefið út skýrsluna Kostnaður og endurheimtur ríkissjóðs af falli bankanna eftir Dr. Ásgeir Jónsson og Dr. Hersi Sigurgeirsson. Skýrslan er unnin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í henni er lagt mat á hreinan kostnað ríkissjóðs af falli viðskiptabankanna og endurreisn bankakerfisins. Með hreinum kostnaði er átt við útlagðan kostnað ríkissjóðs vegna falls bankanna að frádregnum tekjum og endurheimtum sem ríkissjóður hefur haft af slitabúunum og aðkomu sinni að endurreisn bankakerfisins.

Skýrslan á pdf formi.

Til baka

Undirvalmynd